Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hvað getur maður sagt?

Það er spurning...megin ástæða þess að ég hef ekkert verið að skrifa hér er sú að ég er að vinna að annarri síðu um... nei þið verðið bara að smella og sjá... www.blog.central.is/herraretto07

     


Milliriðlar! Einnig birt á Fotbolti.net/spjallborð/Handbolta umræða!!!

Já við vorum suddalegir gegn Frökkunum. En nú er bara leikurinn við Túnis og þar verður við ramman reig að draga. Túnis menn komust náttúrulega í fjórðungsúrslit á HM en það er reyndar mín skoðun að þeir hafi farið svo langt vegna gífurlegs stuðnings heimamanna í Túnis.

En ég held að við vinnum þann leik nokkuð örugglega með 5-8 mörkum.

Svo eru það Pólverjar sem unnu Þjóðverja í hreint massífum leik hérna um daginn. Það þarf leik eins og gegn Frökkum til að vinna þá vegna þess að pólverjar spila svolítið eins og Úkraína að mínu mati. En við vinnum ef við spilum eins og gegn Frökkum.

Svo eru það Slóvenar og Þjóðverjar en það eiga eftir að vera rosalegir leikir. ég spái okkur 3-4 sæti í Milliriðlum og gerum ráð fyrir að við lendum í þeim sætum mætum við Spáni eða Króatíu en þar held ég að enginn komist yfir nema fuglinn fljúgandi!!!

Við unnum Frakka!!!

Þessi orð held ég að ég hafi sagt svona 100 sinnum í gær kvöldi. Þvílíkt og annað eins! Íslendingar í höllinni í Magdeburg voru frábærir og stuðningurinn hefði ekki verið betri þótt leikurinn hefði verið á Íslandi.  Strákarnir okkar voru geysilega einbeittir og það mátti sjá eftir 6 mínútur að þetta yrði eitthvað stórkostlegt. 6-0 eftir 6 mínútur, það gerist ekki betra.  Birkir Ívar stóð sig eins og hetja í markinu og móðir mín sagði rétt eins og á EM og HM síðustu ára að það ætti að greipa hann í gull!!! En fyrst og fremst var þetta sigur og gefur okkur byr undir báða vængi eftir martröðina  gegn Úkraínu. Svo getur fólk bara gleymt öllu kjaftæði um Forsetabikarinn!!! Næsti leikur er gegn sterkum Túnismönnum sem náðu að komast í 1/4 úrslit á síðasta HM.  

Þessi orð held ég að ég hafi sagt svona 100 sinnum í gær kvöldi. Þvílíkt og annað eins! Íslendingar í höllinni í Magdeburg voru frábærir og stuðningurinn hefði ekki verið betri þótt leikurinn hefði verið á Íslandi.

 

Strákarnir okkar voru geisilega einbeittir og það mátti sjá eftir 6 mínótur að þetta irði eithvað stórkostlegt. 6-0 eftir 6 mínótur, það gerist ekki betra. 

 

Birkir Ívar stóð sig eins og hetja í markinu og móðir mín sagði rétt eins og á EM og HM síðustu ára að það ætti að greipa hann í gull!!!

 

En fyrst og fremst var þetta sigur og gefur okkur byr undir báða vængi eftir martröðina  gegn Úkraínu.

 

Svo getur fólk bara gleimt öllu kjaftæði um Forsetabikarinn!!! Næsti leikur er gegn sterkum Túnismönnum sem náðu að komast í 1/4 úrslit á síðasta HM.  


Komið inná!!! það kemur enginn inná hérna!!! (Ísland - Úkraína)

Ekki veit af hverju í andskotanum ég er að þessu!!! Ég ætla nú samt að halda þessari síðu úti en veit ekki ennþá um hvað hún á að snúast eða hvað ég á að segja á henni...  En alla vega. ég get ekki bara velt mér upp úr því hvað ég er óvinsæll hér á netinu góða. 

Ísland - Úkraína.

Jæja, þannig fór það. Ég verð að viður kenna að ég hef ekki gargað, hrópað og fagnað svona mikið síðan ég var í fótboltanum hér í denn. Ég öskraði í öll þau 29 skipti sem íslendingar skoruðu og blótaði eins og enginn væri morgundagurinn þegar Úkraína skoraði.

Ég held að ég geti sagt að strákarnir geti verið virkilega ánægtir með sína framistöðu. Ég verð samt að segja að varnar leikurinn í leiknum hafi nú ekki verið upp á marga fiska og engan veginn jafn árangursríkur og varnarleikur Úkraínu.

Úkranía má eiga það að þeir leifðu okkur aldrei að komast inn í seinni hálfleikinn með góðri varnarvinnu og markvörslu sem fylgdi í kjölfarið.

Ég ætla ekki að segja einsog allir aðrir segja: Við vinnum bara Frakkana, það er bara ekki raunhæft. Frakkar eru svo mikið betri en allir aðrir í riðlinum. Ég segi því, við vinnum forseta bikarinn.

Forseta bikarinn er keppni sem lið sem lentu í 3. og 4. sæti keppa í.

Þar verða að öllum líkindum:

Kúveit

Grænland

Ísland

Ástralía

Brasilía

Argentína

Egyptaland

Katar

Ungverjaland

Angóla

Suður Kórea

og

Marokkó

Þetta er náttúrulega bara ágiskun en þetta er nokkurn veginn þessi lið. Og ef við fáum það ömurlega hlutskipti að þurfa að leika í þessari keppni þá gerum við bara þá kröfu að vinna það mót!!!

En ég vona svo sannarlega að það komi ekki til og að guð almáttugur gefi strákunum auka power til þess að klára Frakkana.Kv. Gúnther. 

 


Ísland - Ástralía

45 - 20.

Leiðinlegur, vegna þess hve hann var óspenandi en Íslendingar gersamlega rústuðu leiknum!!!

En það er eitt sem er ekki nógu gott. það er það að við fengum á okkur í það minnsta 15 mörk sem mátti alveg koma í veg fyrir!!! léleg vörn á köflum í fyrri hálfleik er eitthvað sem má ekki gerast... annars góður sigur.


Dómaramál (Líka birt á krreykjavik.is)

Hvað er í gangi???

Ég hef ekki nennt að fylgjast með þessu. Ég veit þó að dómarar eru að biðja um launahækkun, sem ég veit ekki hvort eru raunhæfar. Eru þær það? ef svo er ekki afhverju í helv ekki búið að ganga frá þessu máli.

En allavega... Hvað gerist ef þeir fá ekki launin sín eins og þeir vilja? fáum við erlenda dómara, lélega dómara eða mun íslensk knattspyrna bara lognast út af?

Svo er það mál Kristins Jakobsson. Það er nú meira bullið. Ef KSÍ hafði af honum tækifæri á því að dæma í MEISTARADEILDINI þá er ég á því að KSÍ þurfi að stokka upp í sínum málum.

En ég er bara að hugsa upphátt.


Höfundur

Gúnther Loverider
Gúnther Loverider
Ég er svo ferskur!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband